Enski boltinn

Hrokinn í Capello heillar Beckham

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

David Beckham segir að hroki og hræðsluáróður Fabio Capello eigi mikinn þátt í frábæru gengi enska landsliðsins síðustu mánuði.

„Leikmenn stíga á völlinn með sjálfstraustið í lagi og trúa því að þeir muni vnna leikinn. Sjálfstraustið kemur frá Capello. Hann hefur fengið menn til þess að taka á hlutunum á alvarlegan og fagmannlegan hátt. Hann hræðir mann á virðingarfullan hátt," sagði Beckham sem ætlar sér með Capello á HM.

„Ég ber mikla virðingu fyrir bæði Capello og Ferguson. Sir Alex ól mig upp og var mér föðurímynd. Þetta eru tveir stjórar sem gera meira en að stýra liðunum sínum. Þeir elska fótbolta og þess vegna hefur þeim gengið svona vel."

Það styttist í að Beckham mæti gömlum vinum á borð við Neville, Scholes og Giggs í Meistaradeildinni. Beckham viðurkennir að hann væri líklega enn að spila með United ef samband hans og Fergusons hefði ekki farið út um þúfur á sínum tíma.

„Ég er viss um að strákarnir munu sparka í mig ef þeir fá tækifæri. Þeir væru ekki enn hjá United ef þeir væru ekki sérstakir leikmenn. Ég hefði elska að spila með United allan minn feril en það átti ekki að verða."

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×