Lífið

Faðir í fyrsta sinn

David Schwimmer og kona hans Zoe Buckman eiga von á sínu fyrsta barni.Nordicphotos/getty
David Schwimmer og kona hans Zoe Buckman eiga von á sínu fyrsta barni.Nordicphotos/getty
Leikarinn David Schwimmer á von á sínu fyrsta barni með eiginkonu sinni, breska ljósmyndaranum Zoe Buckman. Ekki er langt síðan parið lét pússa sig saman við leynilega athöfn fjarri kastljósi fjölmiðla. Schwimmer og Buckman kynntust árið 2007 í London. Þau ku vera í skýjunum með væntanlega fjölgun í fjölskyldunni.

Ekki hefur mikið borið á Schwimmer síðan sjónvarpsþættirnir Friends runnu sitt skeið á enda en hann hefur helst léð rödd sína í teiknimyndir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.