Eurovision: Íslendingar þurfa að halda næstu keppni 28. maí 2010 03:00 Hera Björk Þórhallsdóttir er umsetin af fjölmiðlafólki á Eurovisionkeppninni í Ósló. Hún segir að Eurovision-keppnin verði haldin á Íslandi á næsta ári. Fréttablaðið/EÁ Þjóðin mun eflaust sitja límd fyrir framan sjónvarpið á laugardagskvöldið þegar úrslitakvöld Eurovision fer fram í Telenor-höllinni. Eflaust voru margir með öndina í hálsinum á þriðjudaginn þegar níu lönd af tíu voru komin áfram í úrslitin. Hera segist sjálf hafa verið alveg pollróleg og hún hefði ekki kosið að hafa þetta á neinn annan hátt. „Það hefði ekki alveg verið nógu töff. Sú staðreynd, að við vorum síðust, er bara vitnisburður um að okkur hafi gengið svolítið vel og orðið á götunni hérna úti er að við höfum unnið okkar riðil. Auðvitað vorum við ægilega ánægð en vorum líka meðvituð um að þessi möguleiki væri alltaf fyrir hendi, að við sætum eftir," segir Hera. En þótt Hera sjálf hafi verið róleg verður ekki sagt hið sama um manninn hennar. Halldór Eiríksson var nánast lamaður af stressi, að sögn Heru. „Hann missti eiginlega bara máttinn fyrir neðan mitti og sat bara," útskýrir Hera og hlær. Sú nýbreytni var höfð á að varpa myndum af keppendum áður en ljósin kviknuðu á stóra sviðinu. Hera segist hafa verið að vinka syni sínum sem sat heima í stofu og síðasta hugsun hennar var, taktu þig saman í andlitinu, stelpa. „Maður heyrði bara hrópin og köllin, áfram Ísland og ég varð bara hrærð," segir Hera. Athygli hefur vakið hversu vel samstilltur íslenski hópurinn er, góður andi svífur yfir vötnum svo eftir er tekið. Hera segir að þar vegi reynslan af svona keppnum þungt. „Ég hef lært það sem bakraddasöngkona í þessum tveimur skiptum sem ég hef tekið þátt að það skiptir öllu máli að vera með fólk sem heldur ró sinni, tekur ekki leiðindaskrif inn á sig og er bara prófessionalt í alla staði," segir söngkonan. Laugardagskvöldið ætlar Hera síðan að gera eftirminnilegt. „Mesta stressið er kannski búið, að komast í úrslitin. Ég hef alveg dásamlega tilfinningu fyrir kvöldinu og ég hef fulla trú á laginu. Ef ég hefði hana ekki þá hefur enginn hana. Ég held að Íslendingar þurfi hreinlega að búa sig undir þá staðreynd að næsta Eurovision-keppni verði haldin heima." freyrgigja@frettabladid.is Eurovision Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
Þjóðin mun eflaust sitja límd fyrir framan sjónvarpið á laugardagskvöldið þegar úrslitakvöld Eurovision fer fram í Telenor-höllinni. Eflaust voru margir með öndina í hálsinum á þriðjudaginn þegar níu lönd af tíu voru komin áfram í úrslitin. Hera segist sjálf hafa verið alveg pollróleg og hún hefði ekki kosið að hafa þetta á neinn annan hátt. „Það hefði ekki alveg verið nógu töff. Sú staðreynd, að við vorum síðust, er bara vitnisburður um að okkur hafi gengið svolítið vel og orðið á götunni hérna úti er að við höfum unnið okkar riðil. Auðvitað vorum við ægilega ánægð en vorum líka meðvituð um að þessi möguleiki væri alltaf fyrir hendi, að við sætum eftir," segir Hera. En þótt Hera sjálf hafi verið róleg verður ekki sagt hið sama um manninn hennar. Halldór Eiríksson var nánast lamaður af stressi, að sögn Heru. „Hann missti eiginlega bara máttinn fyrir neðan mitti og sat bara," útskýrir Hera og hlær. Sú nýbreytni var höfð á að varpa myndum af keppendum áður en ljósin kviknuðu á stóra sviðinu. Hera segist hafa verið að vinka syni sínum sem sat heima í stofu og síðasta hugsun hennar var, taktu þig saman í andlitinu, stelpa. „Maður heyrði bara hrópin og köllin, áfram Ísland og ég varð bara hrærð," segir Hera. Athygli hefur vakið hversu vel samstilltur íslenski hópurinn er, góður andi svífur yfir vötnum svo eftir er tekið. Hera segir að þar vegi reynslan af svona keppnum þungt. „Ég hef lært það sem bakraddasöngkona í þessum tveimur skiptum sem ég hef tekið þátt að það skiptir öllu máli að vera með fólk sem heldur ró sinni, tekur ekki leiðindaskrif inn á sig og er bara prófessionalt í alla staði," segir söngkonan. Laugardagskvöldið ætlar Hera síðan að gera eftirminnilegt. „Mesta stressið er kannski búið, að komast í úrslitin. Ég hef alveg dásamlega tilfinningu fyrir kvöldinu og ég hef fulla trú á laginu. Ef ég hefði hana ekki þá hefur enginn hana. Ég held að Íslendingar þurfi hreinlega að búa sig undir þá staðreynd að næsta Eurovision-keppni verði haldin heima." freyrgigja@frettabladid.is
Eurovision Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira