Fimm konur saka Gunnar í Krossinum um kynferðisbrot 26. nóvember 2010 06:00 Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins, hafnar með öllu þeim ásökunum sem hann er borinn. Fréttablaðið/Anton Fimm konur hafa stigið fram og sakað Gunnar Þorsteinsson, forstöðumann trúfélagsins Krossins, um að hafa brotið á þeim kynferðislega. Brotin eru samkvæmt lýsingum kvennanna fyrnd að lögum sökum þess hversu langt er liðið frá því að þau áttu sér stað. Ásakanirnar koma fram í bréfi sem sent var öllum stjórnarmönnum í Krossinum í gær og birt á vefmiðlinum Pressunni í kjölfarið. Því fylgir vitnisburður fimm kvenna þar sem þær rekja á hvern hátt brotið hafi verið gegn þeim. Tvær kvennanna eru systur fyrrverandi eiginkonu Gunnars, þær Sigríður og Sólveig Guðnadætur. Þá sakar Brynja Dröfn Ísfjörð Gunnar um að hafa brotið gegn henni, auk tveggja kvenna sem ekki eru nafngreindar í bréfinu. Undir bréfið skrifa Ásta Knútsdóttir og Sesselja Engilráð Barðdal. Þær eru ekki í hópi þeirra kvenna sem saka Gunnar um að hafa brotið gegn þeim, en hafa tekið að sér að aðstoða konurnar. Í bréfinu er tekið fram að meint brot séu öll fyrnd að lögum. „Það er hins vegar ljóst að afleiðingarnar sem konurnar, sem nokkrar voru unglingar undir lögaldri þegar á þeim var brotið, fyrnast ekki,“ segir í bréfinu. „Reynsla þessi hefur valdið þeim ómældri sálarangist, kvöl og margvíslegum erfiðleikum. Má þar nefna skömm og sektarkennd, auk þess sem þær hafa upplifað blekkingu og svik, þöggun, vanmátt, niðurbrot og valdníðslu,“ segir þar enn fremur. Ásta segir það stjórnar Krossins að ákveða til hvaða aðgerða verði gripið. Hún telur þó augljóst að Gunnar verði að víkja sem forstöðumaður Krossins í ljósi fjölda og alvarleika brotanna. „Við erum að tala um kirkju, og fólk verður að vera öruggt í sinni kirkju, það er grundvallaratriði,“ segir Sesselja. Þær Ásta og Sesselja segja tilgang kvennanna með því að stíga fram fyrst og fremst þann að koma í veg fyrir að fleiri stúlkur eða konur verði fyrir svipaðri reynslu af hendi Gunnars. Ásta segir mál þessara fimm kvenna aðeins toppinn á ísjakanum, og er sannfærð um að fleiri konur muni stíga fram í kjölfarið. Í kjölfar umfjöllunar vefmiðilsins Pressunnar í gær hafi fleiri konur sett sig í samband við þær. Hún segir Gunnar og hans nánustu fjölskyldu hafa reynt að þagga niður í konunum eftir að í ljós kom að þær ætluðu að stíga fram. Það hafi verið gert með ítrekuðum símtölum og heimsóknum. Kynferðisbrotamál sem upp hafa komið innan þjóðkirkjunnar hafa hróflað mikið við konum sem brotið hefur verið á með sambærilegum hætti segir Sesselja. „Sársaukinn hefur komið upp aftur þegar fjallað hefur verið um sambærileg mál, og þá var bara spurningin hvort þær ættu að liggja áfram í sinni skömm, eða hvort þær ættu að skila henni til baka.“brjann@frettabladid.is Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Fimm konur hafa stigið fram og sakað Gunnar Þorsteinsson, forstöðumann trúfélagsins Krossins, um að hafa brotið á þeim kynferðislega. Brotin eru samkvæmt lýsingum kvennanna fyrnd að lögum sökum þess hversu langt er liðið frá því að þau áttu sér stað. Ásakanirnar koma fram í bréfi sem sent var öllum stjórnarmönnum í Krossinum í gær og birt á vefmiðlinum Pressunni í kjölfarið. Því fylgir vitnisburður fimm kvenna þar sem þær rekja á hvern hátt brotið hafi verið gegn þeim. Tvær kvennanna eru systur fyrrverandi eiginkonu Gunnars, þær Sigríður og Sólveig Guðnadætur. Þá sakar Brynja Dröfn Ísfjörð Gunnar um að hafa brotið gegn henni, auk tveggja kvenna sem ekki eru nafngreindar í bréfinu. Undir bréfið skrifa Ásta Knútsdóttir og Sesselja Engilráð Barðdal. Þær eru ekki í hópi þeirra kvenna sem saka Gunnar um að hafa brotið gegn þeim, en hafa tekið að sér að aðstoða konurnar. Í bréfinu er tekið fram að meint brot séu öll fyrnd að lögum. „Það er hins vegar ljóst að afleiðingarnar sem konurnar, sem nokkrar voru unglingar undir lögaldri þegar á þeim var brotið, fyrnast ekki,“ segir í bréfinu. „Reynsla þessi hefur valdið þeim ómældri sálarangist, kvöl og margvíslegum erfiðleikum. Má þar nefna skömm og sektarkennd, auk þess sem þær hafa upplifað blekkingu og svik, þöggun, vanmátt, niðurbrot og valdníðslu,“ segir þar enn fremur. Ásta segir það stjórnar Krossins að ákveða til hvaða aðgerða verði gripið. Hún telur þó augljóst að Gunnar verði að víkja sem forstöðumaður Krossins í ljósi fjölda og alvarleika brotanna. „Við erum að tala um kirkju, og fólk verður að vera öruggt í sinni kirkju, það er grundvallaratriði,“ segir Sesselja. Þær Ásta og Sesselja segja tilgang kvennanna með því að stíga fram fyrst og fremst þann að koma í veg fyrir að fleiri stúlkur eða konur verði fyrir svipaðri reynslu af hendi Gunnars. Ásta segir mál þessara fimm kvenna aðeins toppinn á ísjakanum, og er sannfærð um að fleiri konur muni stíga fram í kjölfarið. Í kjölfar umfjöllunar vefmiðilsins Pressunnar í gær hafi fleiri konur sett sig í samband við þær. Hún segir Gunnar og hans nánustu fjölskyldu hafa reynt að þagga niður í konunum eftir að í ljós kom að þær ætluðu að stíga fram. Það hafi verið gert með ítrekuðum símtölum og heimsóknum. Kynferðisbrotamál sem upp hafa komið innan þjóðkirkjunnar hafa hróflað mikið við konum sem brotið hefur verið á með sambærilegum hætti segir Sesselja. „Sársaukinn hefur komið upp aftur þegar fjallað hefur verið um sambærileg mál, og þá var bara spurningin hvort þær ættu að liggja áfram í sinni skömm, eða hvort þær ættu að skila henni til baka.“brjann@frettabladid.is
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira