Enski boltinn

Krasic hafnaði City - gæti enn farið til Juventus

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Milos Krasic í leik með CKSA Moskvu.
Milos Krasic í leik með CKSA Moskvu. Nordic Photos / AFP

Serbinn Milos Krasic gæti farið til Juventus á Ítalíu þrátt fyrir allt eftir að umboðsmaður hans greindi frá því að leikmaðurinn hefði hafnað tilboði frá Manchester City.

Krasic var sterklega orðaður við Juventus fyrr í sumar en viðræður á milli aðila skiluðu ekki árangri. Þá var talið að Krasic myndi ræða við City.

En nú hefur umboðsmaður hans, Dejan Joksimovic, sagt að viðræður eru aftur hafnar við Juventus.

„Við töluðum ekki saman í nokkrar vikur en ástandið er nú orðið gott á ný," sagði Joksimovic í samtali við ítalska fjölmiðla.

„Krasic hlakkar til að skrifa undir samninginn við Juventus enda hefur hann verið að bíða eftir því allt tímabilið."

„Hann hafnaði tilboðinu frá Manchester City og fór sérstaklega fram á það við CSKA Moskvu að hann yrði seldur til Juventus og er það nú að ganga eftir."

Umboðsmaðurinn sagði þó að Juventus þyrfti að ganga frá lausum endum í sínum leikmannamálum áður en hægt væri að ganga frá félagaskiptunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×