Viðskipti innlent

Nýskráningum einkahlutafélaga fækkar

Flest gjaldþrot voru í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð.
Flest gjaldþrot voru í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð.
Í júlí 2010 voru skráð 103 ný einkahlutafélög samanborið við 208 einkahlutafélög í júlí 2009, sem jafngildir rúmlega 50% fækkun milli ára. Á sama tíma voru 39 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 35 fyrirtæki í júlí 2009. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Eftir bálkum atvinnugreina voru flest einkahlutafélög skráð í heild- og smásöluverslun og viðgerðir á vélknúnum ökutækjum.

Eftir flokkun atvinnugreina kemur í ljós að flest gjaldþrot voru í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Fyrstu sjö mánuði ársins 2010 er fjöldi gjaldþrota 591 sem er tæplega 9% aukning frá sama tímabili árið 2009 þegar 543 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×