Viðskipti innlent

Seðlabankinn gleymdi að framlengja lánalínu í Basel

Seðlabankinn gleymdi að framlengja lánalínu upp á 500 milljónir bandaríkjdali.
Seðlabankinn gleymdi að framlengja lánalínu upp á 500 milljónir bandaríkjdali.

Seðlabanki Íslands náði samningum um nýja lánalínu við Alþjóðagreiðslubankann í Basel í lok mars 2008. Hún nam 500 milljónum Bandaríkjadala.

Athygli vekur að seðlabankinn missti svo lánalínuna mánuði síðar vegna þess að starfsmenn Seðlabankans gleymdu að framlengja hana.

Í drögum að minnisblaði Ingimundar Friðrikssonar segir að þegar mistökin hafi komið í ljós hafi tafarlaust verið óskað eftir framlengingu.

Þá hafi Alþjóðagreiðslubankinn hins vegar verið ófáanlegur til þess að framlengja samninginn.

Rannsóknarnefnd Alþingis lítur svo á að hér hafi verið um bagaleg mistök af hálfu Seðlabankans að ræða, sérstaklega þar sem fyrir lá á þessum tíma að nauðsynlegt væri að auka aðgengi stofnunarinnar að erlendum gjaldeyri.

Seðlabankar Bretlands, Evrópu og Bandaríkjanna samþykktu ekki að gera gjaldeyrisskiptasamninga við Seðlabanka Íslands á þessum tíma en seðlabankar Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs féllust hins vegar á gerð slíkra samninga með ákveðnum skilyrðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×