Lífið

Stúlknakór í Hallgrímskirkju

Stelpurnar úr Sankt Annæ-skólanum syngja venjulega við Heilagsandakirkju en koma fram í Hallgrímskirkju í kvöld.
Stelpurnar úr Sankt Annæ-skólanum syngja venjulega við Heilagsandakirkju en koma fram í Hallgrímskirkju í kvöld.
Stúlknakór Kaupmannahafnar kemur fram á tónleikum í Hallgrímskirkju í kvöld kl. 20.

Kórinn flytur fjölbreytta efnisskrá, meðal annars verk eftir norrænu tónskáldin Knut Nystedt, Trond Kverno, Ola Gjelo, Michael Bojesen auk verka eftir Olivier Messiaen, J. Rheinberger, John Rutter og fleiri. Stjórnandi kórsins er Claus Vestergaard Jensen, en Philip Schmidt-Madsen organisti leikur á Klais-orgel Hallgrímskirkju.

Kórinn tók um helgina þátt í kórastefnu við Mývatn þar sem hann vakti mikla athygli fyrir góðan söng. Þetta er eina tækifærið fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins til að hlýða á söng þessa rómaða kórs að þessu sinni.

Stúlknakór Kaupmannahafnar, sem kennir sig við Sankt Annæ-menntaskólann er talinn vera einn besti stúlknakór Danmerkur.

Kórinn var stofnaður árið 1973. Kórinn starfar við Kirkju heilags anda á Strikinu í Kaupmannahöfn. Samstarf þessarar kirkju við hirðina og menntaskóla heilagrar Önnu á sér aldagamla hefð.

Á efnisskrá kórsins eru verk af ólíkum stíltegundum, bæði hefðbundin kórtónlist og dægurtónlist og höfðar kórinn því bæði til yngri og eldri áheyrenda. Af höfundum sem kórinn flytur oft verk eftir má nefna Fauré, Poulenc, Brahms, Schubert og Rheinberger. Stúlknakór Kaupmannahafnar hefur sungið inn á marga hljómdiska og komið fram á tónleikum víðs vegar um heim, nú nýlega í Bandaríkjunum, Kanada og Kína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.