Körfubolti

Jóhann Árni með 27 stig í sannfærandi sigri Njarðvíkur á KFÍ

Elvar Geir Magnússon skrifar
Jóhann Árni Ólafsson.
Jóhann Árni Ólafsson.

Njarðvíkingar unnu sannfærandi sigur á KFÍ 101-79 í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld. Njarðvíkingar leiddu með sex stigum eftir fyrri hálfleik.

Leikurinn átti upphaflega að fara fram í gær en var frestað vegna þess að ekki var flogið frá Ísafirði.

Njarðvíkingar eru nú í 7. - 9. sæti deildarinnar með 8 stig líkt og Fjölnir og Haukar. Ísfirðingar eru með 4 stig og sitja í fallsæti áfram.

Njarðvík-KFÍ 101-79 (36-13, 14-31, 23-17, 28-18)

Njarðvík: Jóhann Árni Ólafsson 27, Christopher Smith 18 (15 fráköst/3 varin skot), Guðmundur Jónsson 16, Friðrik E. Stefánsson 11 (5 fráköst/5 stoðsendingar), Páll Kristinsson 6, Rúnar Ingi Erlingsson 5 (6 stoðsendingar), Kristján Rúnar Sigurðsson 5, Lárus Jónsson 4, Egill Jónasson 4 (4 varin skot), Magnús Þór Gunnarsson 3, Hjörtur Hrafn Einarsson 2.

KFÍ: Craig Schoen 23, Nebojsa Knezevic 19, Edin Suljic 13 (15 fráköst), Carl Josey 12 (7 fráköst), Darco Milosevic 7 (4 fráköst), Daði Berg Grétarsson 3 (6 stoðsendingar), Pance Ilievski 2.

Þá náði Þór Þorlákshöfn fjögurra stiga forystu í 1. deild karla með því að leggja nafna sína í Þór Akureyri í toppslag deildarinnar 100-76 í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×