Handbolti

Ísland má tapa með fjórum mörkum í kvöld - Ekkert stress í þjálfaranum

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Úr leiknum við Frakka á miðvikudaginn.
Úr leiknum við Frakka á miðvikudaginn. Fréttablaðið/Stefán
Júlíus Jónasson er ekki stressaður fyrir leikinn gegn Austurríki í kvöld. Íslenska kvennalandsliðið spilar gegn Austurríki hreinan úrslitaleik um laust sæti á Evrópumótinu í desember.

Ísland má tapa leiknum með fjórum mörkum til að komast áfram. Tapi Ísland með fjórum mörkum er innbyrðis markatala Íslands og Austurríkis jöfn en Ísland fer þá áfram á heildar markatölu.

„Ég er salla rólegur þannig sé, ég verð kannski stressaðari þegar kemur að þessu. Maður fær alltaf smá fiðring. En tilfinningin er góð, við höfum undirbúið okkur vel og farið vel yfir allt," sagði Júlíus við Vísi.

Liðið æfði í morgun og fundar svo í dag fyrir leikinn sem er klukkan 20.22 að austurrískum tíma, en hann hefst klukkan 18.22 að íslenskum tíma. Hann verður sýndur beint á sportstöðinni SportTv.

„Við höfum smá forskot eftir fyrri leikinn en hugsum ekki um það. Austurríki er með gott lið og þetta verður erfiður leikur," sagði Júlíus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×