Lífið

Sjö svæsin leyndarmál Opruh

Oprah gefur vonandi út krassandi yfirlýsingu þegar hún er búin að lesa bókina.
Oprah gefur vonandi út krassandi yfirlýsingu þegar hún er búin að lesa bókina.
Það tók bókina Oprah: A Biography ekki langan tíma að komast á topp metsölulista vestanhafs, þeirra á meðal Amazon.com, en hún kom út í gærmorgun.

Rithöfundurinn Kitty Kelley skrifaði bókina en hún tók hvorki meira né minna en 850 viðtöl við gerð hennar. Ekkert þeirra var þó við Oprah sem vildi ekki ræða við hana. Þá horfði hún einnig á alla Oprah-þætti sem hún komst í, um 3000 stykki. Hún er enda enginn nýgræðingur í bransanum, hefur meðal annars áður gert bækur um Elizabeth Taylor, Frank Sinatra og Nancy Reagan.

Bókin er 525 blaðsíður að lengd og eru byrjaðir að birtast fréttir unnar upp úr henni. Í henni leynast fjölmargir hlutir sem aldrei hafa komið áður fram, þeirra á meðal sjö leyndarmál Opruh.


Tengdar fréttir

Oprah sökuð um lygar

Frænka sjónvarpskonunnar Opruh Winfrey sakar hana um að hafa logið til um æsku sína og uppvaxtarár á bökkum Mississippi-fljótsins. Þetta kemur fram í nýrri bók slúðurdrottningarinnar Kitty Kelley um ævi Opruh og æsku. Frænkan segir að Oprah hafi ýkt allar sögurnar um fátæktina sem fjölskylda sjónvarpskonunnar hafi þurft að glíma við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×