Um 60 vistmenn í Breiðavík hafa sótt um sanngirnisbætur 1. desember 2010 06:00 Greitt úr málum Guðrún Ögmundsdóttir, tengiliður vegna vistheimila, hefur leiðbeint fjölda manna við að útbúa umsóknir um bætur.fréttablaðið/gva Búist er við að um níutíu vistmenn á Breiðavíkurheimilinu krefjist bóta á grundvelli laga um sanngirnisbætur. Lögin voru samþykkt í maí. Í fyrri hluta október var í auglýsingum skorað á þá er dvöldu á Breiðavík á árunum 1952 til 1979 og urðu fyrir illri meðferð eða ofbeldi að lýsa kröfu um skaðabætur. Kröfufrestur er til 26. janúar. Guðrún Ögmundsdóttir, tengiliður vegna vistheimila, hefur leiðbeint fjölda manna við að útbúa umsóknir um bætur frá því að hún tók til starfa undir lok september. „Ég er þegar búin að ganga frá um sextíu umsóknum og býst við að um það bil tíu bætist við hjá mér. Svo má reikna með að um tuttugu sendi sínar umsóknir beint til sýslumanns,“ segir Guðrún, en sýslumaðurinn á Siglufirði tekur afstöðu til krafna fyrir hönd ríkisins. 158 dvöldu á Breiðavíkurheimilinu á umræddu tímabili. 81 kom í viðtal við nefnd forsætisráðherra sem rannsakaði starfsemi þess. Talið er að 35 séu látnir. Guðrún segir ekki við því að búast að allir eftirlifandi sæki bætur. „Sumir vilja gleyma og ekkert aðhafast. Ég mun ekki hafa frumkvæði að því að hafa samband við menn. Það er misjafnt hvernig þeir vilja vinna úr þessum atburðum.“ Reiknað er með að sýslumaður úrskurði um bætur fljótlega í febrúar. Uni menn ekki úrskurði sýslumanns geta þeir vísað kröfu sinni til úrskurðarnefndar. Fá þeir lögfræðiaðstoð til að reka mál sitt fyrir nefndinni. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að 235 milljónum króna verði varið til sanngirnisbóta á næsta ári. Í lögum um bæturnar er gert ráð fyrir að fjárhæðir allt að tveimur milljónum króna greiðist út í einu lagi. Bætur umfram tvær milljónir og allt að fjórum milljónum greiðast einu og hálfu ári eftir fyrstu útborgun og bætur umfram fjórar milljónir þremur árum eftir fyrstu útborgun. Guðrún segir að þegar lokið verði við að innkalla og úrskurða um bætur vegna Breiðavíkurheimilisins fari sama ferli í gang vegna Heyrnleysingjaskólans og Kumbaravogs. bjorn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Innlent Skiluðu meðmælalistum í Hörpu Innlent Telur ráðningu Jóns í ráðuneytið ekki koma til af góðu Innlent Fleiri fréttir Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Fá greitt 150 þúsund krónum minna en læknar í sömu stöðu Matráður segir upp á Mánagarði Listum skilað í Hörpu og lokadagur Norðurlandaráðsþings Ekki nauðvörn og fimm ára dómur fyrir manndrápstilraun stendur Eitt barn útskrifað af gjörgæslu Ábyrg framtíð býður bara fram í Reykjavík norður Skiluðu meðmælalistum í Hörpu Telur ráðningu Jóns í ráðuneytið ekki koma til af góðu Lilja Rafney skipar annað sætið á lista Flokks fólksins Þau eru í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Búist er við að um níutíu vistmenn á Breiðavíkurheimilinu krefjist bóta á grundvelli laga um sanngirnisbætur. Lögin voru samþykkt í maí. Í fyrri hluta október var í auglýsingum skorað á þá er dvöldu á Breiðavík á árunum 1952 til 1979 og urðu fyrir illri meðferð eða ofbeldi að lýsa kröfu um skaðabætur. Kröfufrestur er til 26. janúar. Guðrún Ögmundsdóttir, tengiliður vegna vistheimila, hefur leiðbeint fjölda manna við að útbúa umsóknir um bætur frá því að hún tók til starfa undir lok september. „Ég er þegar búin að ganga frá um sextíu umsóknum og býst við að um það bil tíu bætist við hjá mér. Svo má reikna með að um tuttugu sendi sínar umsóknir beint til sýslumanns,“ segir Guðrún, en sýslumaðurinn á Siglufirði tekur afstöðu til krafna fyrir hönd ríkisins. 158 dvöldu á Breiðavíkurheimilinu á umræddu tímabili. 81 kom í viðtal við nefnd forsætisráðherra sem rannsakaði starfsemi þess. Talið er að 35 séu látnir. Guðrún segir ekki við því að búast að allir eftirlifandi sæki bætur. „Sumir vilja gleyma og ekkert aðhafast. Ég mun ekki hafa frumkvæði að því að hafa samband við menn. Það er misjafnt hvernig þeir vilja vinna úr þessum atburðum.“ Reiknað er með að sýslumaður úrskurði um bætur fljótlega í febrúar. Uni menn ekki úrskurði sýslumanns geta þeir vísað kröfu sinni til úrskurðarnefndar. Fá þeir lögfræðiaðstoð til að reka mál sitt fyrir nefndinni. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að 235 milljónum króna verði varið til sanngirnisbóta á næsta ári. Í lögum um bæturnar er gert ráð fyrir að fjárhæðir allt að tveimur milljónum króna greiðist út í einu lagi. Bætur umfram tvær milljónir og allt að fjórum milljónum greiðast einu og hálfu ári eftir fyrstu útborgun og bætur umfram fjórar milljónir þremur árum eftir fyrstu útborgun. Guðrún segir að þegar lokið verði við að innkalla og úrskurða um bætur vegna Breiðavíkurheimilisins fari sama ferli í gang vegna Heyrnleysingjaskólans og Kumbaravogs. bjorn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Innlent Skiluðu meðmælalistum í Hörpu Innlent Telur ráðningu Jóns í ráðuneytið ekki koma til af góðu Innlent Fleiri fréttir Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Fá greitt 150 þúsund krónum minna en læknar í sömu stöðu Matráður segir upp á Mánagarði Listum skilað í Hörpu og lokadagur Norðurlandaráðsþings Ekki nauðvörn og fimm ára dómur fyrir manndrápstilraun stendur Eitt barn útskrifað af gjörgæslu Ábyrg framtíð býður bara fram í Reykjavík norður Skiluðu meðmælalistum í Hörpu Telur ráðningu Jóns í ráðuneytið ekki koma til af góðu Lilja Rafney skipar annað sætið á lista Flokks fólksins Þau eru í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn Sjá meira