Innlent

Vill vita hversu margir ráðherrar fengu meðmælabréf

Erla Hlynsdóttir skrifar
„Hvað hefur ráðherra og/eða ráðuneytið skrifað mörg meðmælabréf vegna atvinnuumsókna fyrrum ráðherra á árunum 2000-2010?“
„Hvað hefur ráðherra og/eða ráðuneytið skrifað mörg meðmælabréf vegna atvinnuumsókna fyrrum ráðherra á árunum 2000-2010?“
Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn til utanríkisráðherra um meðmælabréf vegna atvinnuumsókna.

„Hvað hefur ráðherra og/eða ráðuneytið skrifað mörg meðmælabréf vegna atvinnuumsókna fyrrum ráðherra á árunum 2000-2010? Fyrir hvern voru bréfin skrifuð, hvert voru þau send og hvenær?" segir í fyrirspurninni sem var lögð fram á Alþingi í dag.

Á mánudag var greint frá því að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hafi mælt sérstaklega með Árna M Mathiesen, fyrrverandi ráðherra, þegar hann sótti um starf yfirmanns hjá FAO, Matvæla og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna. Árni hefur nú verið ráðinn í stöðuna.

Margrét óskar eftir skriflegu svari við fyrirspurn sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×