Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Jón Þór Stefánsson skrifar 1. nóvember 2024 16:58 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Faðir konu hefur verið sakfelldur fyrir brot í nánu sambandi vegna ummæla sem hann viðhafði um dóttur sína. Hann er einn átta fjölskyldumeðlima konunnar sem voru ákærð fyrir ýmis brot í garð konunnar. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði fólkið af flestum ákærum málsins, en fjögur þeirra, faðirinn sem og móðir, mágur og systir konunnar hlutu þó dóm. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um fjölskyldu frá Palestínu að ræða. Þá hefur fréttastofa heimildir fyrir því að málið tengist sambandsslitum konunnar við barnsföður sinn og sambandi hennar við nýjan kærasta, sem fjölskyldumeðlimir hafi tekið óstinnt upp. Sjá nánar: Hefði „slátrað“ dóttur sinni byggju þau í „arabalandi“ Ákæra málsins var umfangsmikil en líkt og áður segir voru átta ákærðir. Bróðir, fósturbróðir, barnsfaðir og enn annar bróðir hennar voru öll sýknuð af ákærum sem vörðuðu ýmis brot. Kristalla það versta við það þegar menning sé látin réttlæta ofbeldi Það sem faðirinn var sakfelldur fyrir voru ummæli sem hann viðhafði í skýrslutöku hjá lögreglu í febrúar í fyrra. Þar sagði hann að ef bróðir konunnar hefði myrt hana hefði það verið allt í lagi. Konan ætti skilið refsingu í formi þess að vera lamin og fætur hennar og hendur brotnar. Þá sagði hann að ef hann og synir hans byggju „í einhverju arabalandi“ væru þeir löngu búnir að slátra konunni. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að ummæli mannsins væru grafalvarleg og þau beri öll merki heiðurstengds ofbeldis. Þau kristalli það versta sem geti gerst þegar einstaklingar láti menningu, siði, hefðir og trúarbrögð stýra orðum sínum og gjörðum til að réttlæta ofbeldi í garð sinna nánustu sem eiga að hafa vegið að heiðri fjölskyldunnar. Það var mat dómsins að með ummælum sínum hefði faðirinn ógnað lífi, heilsu og velferð dótturinnar, og því var hann sakfelldur. Hann hlaut sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Námu börnin á brott að næturlægi Líkt og áður segir voru móðir, mágur og systir konunnar líka sakfelld fyrir brot sem beindust að konunni, en líka tveimur dætrum hennar í desember 2022. Þeim var gefið að sök að koma akandi um nótt að heimili konunnar og dætra hennar. Móðirin og systirin hafi farið óboðnar inn í íbúð hennar í gegnum glugga þegar dæturnar voru sofandi. Í ákæru segir að móðirin hafi kallað konuna öllum illum nöfnum, tekið af henni farsíma, og haldið henni fastir á meðan systirin fór með aðra barnunga dótturina í bílinn. Þá hafi konan hlaupið út og reynt að nálgast dóttur sína, en hafi mágurinn læst bílnum og haldið konunni niðri svo hún kæmist ekki að bílnum. Síðan segir að móðirin hafi náð í hina dótturina. Í ákærunni segir að lögreglan hafi komið á vettvang, en áður en það gerðist hafi þremenningarnir sagt við stúlkurnar að segja að þær vildu frekar búa hjá pabba sínum, ömmu og afa, en ekki hjá mömmu sinni. Héraðsdómur taldi sannað að þetta brot hafi verið framið, en í dómnum segir að þessi þrjú sem voru ákærð hafi aldrei gengist við sök sinni. Þau hafi reynt að fegra hlut sinn og réttlæta aðkomu sína. Þau hlutu líka öll sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu er um fjölskyldu frá Palestínu að ræða. Þá hefur fréttastofa heimildir fyrir því að málið tengist sambandsslitum konunnar við barnsföður sinn og sambandi hennar við nýjan kærasta, sem fjölskyldumeðlimir hafi tekið óstinnt upp. Sjá nánar: Hefði „slátrað“ dóttur sinni byggju þau í „arabalandi“ Ákæra málsins var umfangsmikil en líkt og áður segir voru átta ákærðir. Bróðir, fósturbróðir, barnsfaðir og enn annar bróðir hennar voru öll sýknuð af ákærum sem vörðuðu ýmis brot. Kristalla það versta við það þegar menning sé látin réttlæta ofbeldi Það sem faðirinn var sakfelldur fyrir voru ummæli sem hann viðhafði í skýrslutöku hjá lögreglu í febrúar í fyrra. Þar sagði hann að ef bróðir konunnar hefði myrt hana hefði það verið allt í lagi. Konan ætti skilið refsingu í formi þess að vera lamin og fætur hennar og hendur brotnar. Þá sagði hann að ef hann og synir hans byggju „í einhverju arabalandi“ væru þeir löngu búnir að slátra konunni. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að ummæli mannsins væru grafalvarleg og þau beri öll merki heiðurstengds ofbeldis. Þau kristalli það versta sem geti gerst þegar einstaklingar láti menningu, siði, hefðir og trúarbrögð stýra orðum sínum og gjörðum til að réttlæta ofbeldi í garð sinna nánustu sem eiga að hafa vegið að heiðri fjölskyldunnar. Það var mat dómsins að með ummælum sínum hefði faðirinn ógnað lífi, heilsu og velferð dótturinnar, og því var hann sakfelldur. Hann hlaut sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Námu börnin á brott að næturlægi Líkt og áður segir voru móðir, mágur og systir konunnar líka sakfelld fyrir brot sem beindust að konunni, en líka tveimur dætrum hennar í desember 2022. Þeim var gefið að sök að koma akandi um nótt að heimili konunnar og dætra hennar. Móðirin og systirin hafi farið óboðnar inn í íbúð hennar í gegnum glugga þegar dæturnar voru sofandi. Í ákæru segir að móðirin hafi kallað konuna öllum illum nöfnum, tekið af henni farsíma, og haldið henni fastir á meðan systirin fór með aðra barnunga dótturina í bílinn. Þá hafi konan hlaupið út og reynt að nálgast dóttur sína, en hafi mágurinn læst bílnum og haldið konunni niðri svo hún kæmist ekki að bílnum. Síðan segir að móðirin hafi náð í hina dótturina. Í ákærunni segir að lögreglan hafi komið á vettvang, en áður en það gerðist hafi þremenningarnir sagt við stúlkurnar að segja að þær vildu frekar búa hjá pabba sínum, ömmu og afa, en ekki hjá mömmu sinni. Héraðsdómur taldi sannað að þetta brot hafi verið framið, en í dómnum segir að þessi þrjú sem voru ákærð hafi aldrei gengist við sök sinni. Þau hafi reynt að fegra hlut sinn og réttlæta aðkomu sína. Þau hlutu líka öll sex mánaða skilorðsbundinn dóm.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira