Viðskipti erlent

Hafði betur gegn banka

Larry Hagman
Larry Hagman

Bandaríski leikarinn Larry Hagman hafði á dögunum betur í máli gegn bandaríska stórbankanum Citigroup, sem var dæmdur til að greiða leikaranum 1,1 milljón dala, jafnvirði 120 milljóna króna, í skaðabætur.

Hagman, sem varð 79 ára fyrir mánuði, sló í gegn sem staðalskúrkurinn J.R. Ewing í sjónvarpsþættinum Dallas sem Sjónvarpið sýndi um árabil á níunda áratug síðustu aldar.

Hagman átti fé hjá dóttur­félagi bankans, sem tapaði háum fjárhæðum í kreppunni. Hann sakaði stjórnendur bankans um að hafa fjárfest óvarlega og krafðist skaðabóta. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×