Lífið

Sjónvarpsmaðurinn Frímann ræðst á Jón Gnarr

Tinni Sveinsson skrifar
Frímanni Gunnarssyni stekkur ekki bros á vör yfir framboði Besta flokksins.
Frímanni Gunnarssyni stekkur ekki bros á vör yfir framboði Besta flokksins.
„Kæru kjósendur, nú get ég ekki lengur orða bundist, hversu langt á þetta svokallaða "grín" að ganga?" spyr sjónvarpsmaðurinn Frímann Gunnarsson í aðsendri grein á Vísi.is í dag.

Frímann er, eins og mörgum er eflaust kunnugt, persóna sköpuð af leikaranum Gunnari Hanssyni. Gunnar skipar einmitt 25. sæti Besta listans.

Frímann ræðst þannig í leiðinni á skapara sinn þegar hann segir: „J. Gnarr og hans kónar beita lýðskrumi, tónlistarmyndböndum og ódýrum húmor (ef húmor má kalla) til þess að umpóla þessu rótgróna kerfi sem hefur sannað sig aftur og aftur. Hvernig haldið þið að það myndi enda ef leikskólabörnin héldu allt í einu að þau gætu rekið leikskólann og færu að segja fóstrunum til (myndlíking)?"

Að lokum skellir hann fram „einum vel úthugsuðum brandara" um Jón Gnarr, Bill Clinton og Margaret Thatcher við Gullna hliðið og hvetur Jón til að átta sig á því þegar hans vitjunartími er kominn.

Grein Frímanns má lesa hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.