Eimskip hagnaðist um 7,5 milljónir evra, jafnvirði 1,3 milljarða króna, á fyrri helmingi ársins. Þar af nam hagnaðurinn á öðrum ársfjórðungi 12,2 milljónum evra. Þetta er umfram væntingar.
Á fyrri hluta síðasta árs tapaði fyrirtækið 254,7 milljónum evra eða fjörutíu milljörðum. Afkoma allra rekstrareininga var umfram væntingar þótt flutningar séu nú sambærilegir og árið 2000. Í tilkynningu segir Gylfi Sigfússon forstjóri að reksturinn hafi verið sniðinn að breyttum aðstæðum og árangurinn nú að líta dagsins ljós.- jab