Nígeríumaður vill hlut í Arsenal Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. maí 2010 08:00 Nígeríumaðurinn vill hlut í Cesc Fabregas, fyrirliða Arsenal og félögum hans. Mynd/ Getty. Nígerískur auðjöfur að nafni Aliko Dangote á í viðræðum um kaup á 16% hlut í enska knattspyrnuliðinu Arsenal. Hluturinn sem er til sölu er í eigu Lafði Ninu Bracewell-Smith, en hún er fjórði stærsti hluthafinn í knattspyrnufélaginu. Hlutur Bracewell Smith er metinn á 96 milljónir sterlingspunda eða rúmar 15 milljarðar íslenskra króna. Breska blaðið Sunday Times segir hins vegar að hún vilji fá 160 milljónir punda fyrir hlutinn. Það jafngildir 26 milljörðum íslenskra króna. Salan á þessum hlut gæti haft úrslitaáhrif á eignarhald í félaginu því að tveir stærstu hluthafar í félaginu, Stan Kroenke og Rússinn Alisher Usmanov hafa einnig áhuga á að kaupa hann. Hreppi þeir hlutinn af Bracewell-Smith verður þeim skylt að taka knattspyrnufélagið yfir að fullu. Sunday Times segir að markaðsverðmæti Arsenal nemi rúmum 600 milljónum sterlingspunda eða 96 milljörðum íslenskra króna. Gera má ráð fyrir að fleiri ensk stórlið verði seld í sumar því að eigendur Liverpool hafa lýst yfir vilja til að selja félagið. Þá hefur verið unnið að því að leggja fram tilboð í Manchester United sem nú er í eigu Glazer fjölskyldunnar. Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Nígerískur auðjöfur að nafni Aliko Dangote á í viðræðum um kaup á 16% hlut í enska knattspyrnuliðinu Arsenal. Hluturinn sem er til sölu er í eigu Lafði Ninu Bracewell-Smith, en hún er fjórði stærsti hluthafinn í knattspyrnufélaginu. Hlutur Bracewell Smith er metinn á 96 milljónir sterlingspunda eða rúmar 15 milljarðar íslenskra króna. Breska blaðið Sunday Times segir hins vegar að hún vilji fá 160 milljónir punda fyrir hlutinn. Það jafngildir 26 milljörðum íslenskra króna. Salan á þessum hlut gæti haft úrslitaáhrif á eignarhald í félaginu því að tveir stærstu hluthafar í félaginu, Stan Kroenke og Rússinn Alisher Usmanov hafa einnig áhuga á að kaupa hann. Hreppi þeir hlutinn af Bracewell-Smith verður þeim skylt að taka knattspyrnufélagið yfir að fullu. Sunday Times segir að markaðsverðmæti Arsenal nemi rúmum 600 milljónum sterlingspunda eða 96 milljörðum íslenskra króna. Gera má ráð fyrir að fleiri ensk stórlið verði seld í sumar því að eigendur Liverpool hafa lýst yfir vilja til að selja félagið. Þá hefur verið unnið að því að leggja fram tilboð í Manchester United sem nú er í eigu Glazer fjölskyldunnar.
Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira