Viðskipti innlent

Spá 0,5% stýrivaxtalækkun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir 0,5% stýrivaxtalækkun.
Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir 0,5% stýrivaxtalækkun.
Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabanki Íslands lækki stýrivexti bankans um 0,5 prósentustig á miðvikudag. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana muni þá lækka í 6,0% og vextir á lánum gegn veði til sjö daga í 7,5%.

Greining Íslandsbanka bendir á að verðbólga haldi áfram að hjaðna og hún hjaðni örar en gert hafði verið ráð fyrir. Líkur séu á því að verðbólgan hjaðni áfram á næstunni og megi reikna með því að hún verði komin niður í 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans á fyrsta ársfjórðungi næsta árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×