Lífið

Hatar ræktina og elskar súkkulaði

Eva Mendes. MYND/Cover Media.
Eva Mendes. MYND/Cover Media.

Leikkonan Eva Mendes viðurkennir að hún hatar að æfa og elskar að borða. Eva, sem hefur setið fyrir léttklædd fyrir Calvin Klein tískuframleiðandann meðal annars, segist virkilega þurfa að hafa fyrir því að passa í uppáhalds gallabuxurnar sínar.

„Ég er alveg eins og aðrar konur. Ég elska súkkulaði og hata að fara í ræktina en sannleikurinn er sá að ég verð að fara. Ég elska að borða og get ekki haldið aftur af mér þannig að ég mæti í ræktina og hreyfi mig," sagði Eva.

„Ég get ekki hugsað mér að sleppa úr máltíð þannig að ég þyngist auðveldlega en ég er þakklát fyrir hvað það er auðvelt að halda sér í formi og njóta þess að borða súkkulaði í leiðinni."

Við gerðum könnun á meða lesenda okkar og svörin létu ekki á sér standa á síðunni okkar á Facebook þegar við spurðum: Hvaða nammi ertu sjúk í og hvenær borðar þú það helst?

„Súkkulaðið Twix sérstakalega í kringum blæðingar."

„Remí súkkulaðikex og sérstaklega þegar ég er döpur."

„Kúlur og á kvöldin:( en er alltaf að reyna að hætta þessu en síðan finnst mér bara allt nammi gott."

„Suðusúkkulaði bregst aldrei. Oftast borða ég það á kvöldin.. elska að bræða það og dýfa skornum ávöxtum á borð við jarðaber, banana og epli út í það."

„Ég elska Appolo lakkrís og borða það oftast á laugardögum."

„Lindt kúlur í rauðu bréfi og Tromp súkkulaði. Mmmmmmm borða þetta þegar ég er sjúk í súkkulaði sem gerist ansi oft."

„Súkkulaði yfirleitt því dekkra því betra og svona þegar mig langar í því dökkt súkkulaði er bara gott fyrir mann. Allavega í hófi."

Takk fyrir þátttökuna allar. Vert þú með okkur á Facebook!








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.