Lífið

Útilokar ekki að stofna Besta flokkinn í Hollywood

Jonathan Taplin sýnir starfi Besta flokksins mikinn áhuga, en hefur þó ekki hitt Jón Gnarr, Óttarr Proppé og félaga.
Jonathan Taplin sýnir starfi Besta flokksins mikinn áhuga, en hefur þó ekki hitt Jón Gnarr, Óttarr Proppé og félaga. fréttablaðið/samsett mynd
„Bandaríkin og Ísland glíma við sömu vandamálin. Við erum með nokkra ráðandi flokka sem tala alltaf um sömu hlutina og koma engu í verk. Mér finnst Jón Gnarr hafa áhugaverða nálgun," segir bandaríski athafnamaðurinn Jonathan Taplin.

Taplin keypti á sunnudaginn lénið thebestparty.org, sem er nafn Besta flokksins á ensku. Hann býr í Los Angeles í Kaliforníu þar sem Arnold Schwarzenegger er ríkisstjóri, en efnahagshrunið hefur komið sérstaklega illa niður á ríkinu. Ríkisstjórakosningar verða í nóvember og Taplin útilokar ekki að koma á fót framboði Besta flokksins í Kaliforníu. „Hver veit hvað gerist? Eins og ég segi, hið gamla er að deyja og það nýja er að fæðast. Það eru alls konar skrýtnir hlutir að gerast," segir hann.

Jonathan Taplin var staddur á Íslandi á dögunum þar sem hann hélt meðal annars fyrirlestur á vegum auglýsingastofunnar Hvíta húsið. Hann segist ekki tengjast Besta flokknum á nokkurn hátt og neitar að hafa tekið þátt í að fjármagna flokkinn.

„Mér fannst skemmtilegt að tryggja mér lénið," segir hann. „Það var í boði þannig að ég hugsaði; af hverju ekki? Ég er bara áhorfandi og samfélagsrýnir. Það vildi svo til að ég var á Íslandi í skemmti- og viðskiptaerindum og kom á þessum skrýtna og áhugaverða tíma. Mér fannst það vera táknrænt fyrir eitthvað áhugavert."

 - Hefurðu hitt Jón Gnarr?

„Ég hef ekki hitt hann, en ég hef lesið heilmikið af því sem hann hefur fram að færa. Mér finnst það mjög áhugavert og hann hefur sérstaka nálgun."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.