Grænlendingar undir þrýstingi um að hætta við olíuleit 3. júní 2010 07:29 Heimastjórnin á Grænlandi er nú undir vaxandi þrýstingi um að endurskoða áætlanir sínar um olíuleit undan ströndum landsins. Ef áætlanir grænlensku heimastjórnarinnar ganga eftir mun fyrstu leyfunum til olíuleitar verða úthlutað á næstu tveimur vikum. Þeir sem gagnrýna þessar áætlanir benda á mengunarslysið í Mexíkóflóa og að það ætti að koma í veg fyrir að leyfin verði veitt. Fjallað er um málið í Berlingske Tidende í dag. Þar er haft eftir haffræðingnum og Cambridge prófessornum Peter Wadhams að það sé hreint brjálæði að veita fleiri leyfi til olíuleitar og vinnslu á hafsbotni í ljósi reynslunnar frá Mexíkóflóa. Wadhams aðvarar grænlensku heimastjórnina og segir að svipaður leki við strendur Grænlands og gerðist á Mexíkóflóa muni hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar þar sem aðeins er hægt að stunda olíuboranir við strendur landsins yfir sumartímann. Því sé möguleiki til staðar að olíuleki á þessu hafsvæði standi yfir í eitt ár án þess að hægt verði að grípa til nokkurra ráðstafana gegn honum. Nátturuverndarsjóðurinn World Wildlife Fund hefur einnig sent öflug mótmæli til heimastjórarinnar. Jörn Skov Nielsen talsmaður heimastjórnarinnar vísar þessum áhyggjum á bug. Grænlendingar séu með mun öflugri reglugerð en Bandaríkjamenn í olíuleitarmálum. Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Heimastjórnin á Grænlandi er nú undir vaxandi þrýstingi um að endurskoða áætlanir sínar um olíuleit undan ströndum landsins. Ef áætlanir grænlensku heimastjórnarinnar ganga eftir mun fyrstu leyfunum til olíuleitar verða úthlutað á næstu tveimur vikum. Þeir sem gagnrýna þessar áætlanir benda á mengunarslysið í Mexíkóflóa og að það ætti að koma í veg fyrir að leyfin verði veitt. Fjallað er um málið í Berlingske Tidende í dag. Þar er haft eftir haffræðingnum og Cambridge prófessornum Peter Wadhams að það sé hreint brjálæði að veita fleiri leyfi til olíuleitar og vinnslu á hafsbotni í ljósi reynslunnar frá Mexíkóflóa. Wadhams aðvarar grænlensku heimastjórnina og segir að svipaður leki við strendur Grænlands og gerðist á Mexíkóflóa muni hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar þar sem aðeins er hægt að stunda olíuboranir við strendur landsins yfir sumartímann. Því sé möguleiki til staðar að olíuleki á þessu hafsvæði standi yfir í eitt ár án þess að hægt verði að grípa til nokkurra ráðstafana gegn honum. Nátturuverndarsjóðurinn World Wildlife Fund hefur einnig sent öflug mótmæli til heimastjórarinnar. Jörn Skov Nielsen talsmaður heimastjórnarinnar vísar þessum áhyggjum á bug. Grænlendingar séu með mun öflugri reglugerð en Bandaríkjamenn í olíuleitarmálum.
Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira