Deig:
250 gr smjör eða smjörlíki
250 gr sykur
2 egg
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk hjartasalt
1 tsk vanilludropar
500 gr hveiti
Fylling:
1 egg hrært
75 gr af sykri
75 gr kókosmjöl.
Smjör og sykur hrært ljóst og létt, vanillidropum og eggjunum bætt í einu í senn og hrært á milli. Hveiti, hjartasalt og lyftiduft er sigtað á borðið og hrærunni hellt yfir. Deigið hnoðað, litlar kúlur búnar til og hola gerð með fingri í hverja köku. Kókosmjöli og sykri er blandað saman í skál. Holurnar í kökunum eru hálffylltar með hrærðu egginu og síðan er kókos/sykurblandan sett ofan í.
Bakið nú kökurnar við 180°C þar til þær verða fallega gullnar, ath að þær verði ekki of dökkar, þá verður sykurfyllingin leiðinleg, en algjör nauðsyn að þær séu vel og fallega bakaðar.
Jól