Enski boltinn

Tevez afgreiddi Blackburn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tevez fagnar einu marka sinna í kvöld.
Tevez fagnar einu marka sinna í kvöld.

Manchester City komst upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið vann öruggan sigur á Blackburn, 4-1.

Argentínumaðurinn Carlos Tevez var sjóðheitur í liði City og skoraði þrjú mörk.

Micah Richards komst einnig á blað hjá City en Morten Gamst Pedersen skoraði eina mark Blackburn í leiknum sem er í 13. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×