Lífið

Katy Perry biður um hjálp

Söngkonan hefur beðið aðdáendur sína um aðstoð til að komast í þættina.
Söngkonan hefur beðið aðdáendur sína um aðstoð til að komast í þættina.
Söngkonan Katy Perry er mikill aðdáandi sjónvarpsþáttanna Glee og hefur lengi þráð að komast í þáttinn. Nú hefur hún tekið upp á því að biðja aðdáendur sína um aðstoð.

„Ég væri mjög mikið til í það að einhver myndi koma á fót Facebook-hóp til að sannfæra höfundana um að koma mér að í þáttunum," sagði söngkonan aðspurð um sjónvarpsþáttinn.

Unnusti söngkonunnar, leikarinn Russell Brand, telur að Katy yrði frábær í þáttunum. Hann bætir því einnig við að hún sé mjög góð leikkona.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.