Enski boltinn

Ledley King: Ég verð tilbúinn

Ledley King er klár fyrir HM.
Ledley King er klár fyrir HM.
Ledley King, leikmaður Tottenham og enska landsliðsins, hefur sagt að hann muni ekki bregðast neinum fái hann það hlutverk að leysa Rio Ferdinand af hólmi í hjarta varnarinnar hjá Englendingum. Rio Ferdinand spilar ekki á HM í sumar vegna hnémeiðsla.

„Sem leikmaður og atvinnumaður þá ertu alltaf reiðubúinn til að spila. Það hef ég alltaf gert, því maður veit aldrei hvað er handan við hornið," sagði King við blaðamenn sem heimsóttu æfingarbúðir landsliðsins í Rustenburg.

„Það er mjög mikilvægt að halda sér heilum og í góðu standi. Ég er oftast í ræktinni eða sundlauginni að gera æfingar en fer svo út á æfingarsvæði tvisvar í viku og æfi með liðinu."

„Ég hef sýnt það í vetur að ég get spilað vel þó svo að leikirnir séu með stuttu millibili. Sama hvað ég fæ margar mínútur inná vellinum þá get ég lofað því að ég verð tilbúinn," sagði King sem þarf að huga sérstaklega vel að líkamanum þar sem hann er þekktur fyrir meiðslavandræði sín.

Talið er að þeir félagar King og John Terry, leikmaður Chelsea, spili saman í vörn Englendinga og segir King að það sé ekkert vandamál þó svo að hann æfi ekki alltaf með liðinu.

„Þó svo að ég æfi aðeins tvisvar í viku með liðinu þá held ég að það sé ekkert vandamál. Ef að fjórir öftustu varnarmennirnir ná vel saman þá erum við til alls líklegir."

„Ég hef þekkt Terry í langan tíma, hann er frábær leiðtogi á vellinum og mjög reyndur leikmaður líkt og ég svo það ætti ekki að vera vandamál fyrir okkur að spila saman," sagði King.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×