Viðskipti innlent

Stýrivextir lækkaðir í 7%

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 1 prósentu.

Í fréttatilkynningu frá Seðlabankanum kemur fram að vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana lækka í 5,5% og hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum í 6,75%. Vextir á lánum gegn veði til sjö daga, sem eru hinir eiginlegu stýrivextir bankans, lækka í 7,0% og daglánavextir í 8,5%.

Greiningadeildir bankanna höfðu spáð vaxtalækkun um 0,5 - 1%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×