Íslenski boltinn

Gunnar Magnús hættur með Grindavíkurstelpur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anna Þórunn Guðmundsdóttir og félagar í Grindavík fá nýjan þjálfara fyrir næsta tímabil.
Anna Þórunn Guðmundsdóttir og félagar í Grindavík fá nýjan þjálfara fyrir næsta tímabil.
Stjórn kvennaráðs knattspyrnudeildar Grindavíkur og Gunnar Magnús Jónsson hafa komist að samkomulagi um að Gunnar láti af störfum sem þjálfari Grindavíkur í Pepsideild kvenna en hann hefur þjálfað liðið undanfarin þrjú ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá knattspyrnudeild Grindavíkur.

„Kvennaráð Grindavíkur þakkar Gunnari fyrir frábær störf í þágu kvennaknattspyrnunnar í Grindavík og óskar honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.

Kvennaráð knattspyrnudeildar Grindavíkur," segir í tilkynningunni.

Grindavík bjargaði endanlega sæti sínu í Pepsi-deild kvenna með glæsilegum 4-0 sigri á Fylki í lokaumferðinni en liðið hafnaði í 7. sæti með 18 stig út úr leikjunum átján. Grindavík varð í sama sæti árið á undan eftir að hafa komist upp í deildina á fyrsta ári Gunnars með liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×