Petrov spenntur fyrir mótinu í Rússlandi 18. október 2010 13:17 Vitaly Petrov er stoltur að byggð verður Formúlu 1 braut í Rússlandi og keppt þar 2014 ef allt gengur eftir. Mynd: Getty Images Rússinn Vitaly Petrov hjá Renault keppir í Suður Kóreu um næstu helgi, þar sem keppt verður í fyrsta skipti í Formúlu 1. Hann er líka spenntur fyrir mótinu í Rússlandi sem á að fara fram árið 2014, en tilkynnt var um mótið fyrir helgina. "Ég er mjög stoltur af því að mót verði í Rússlandi og það á eftir að gera Formúlu 1 enn vinsælli þar. Það eru nánast allir ökumenn með heimavöll og vonandi get ég upplifað samskonar tilfinningu eftir nokkur ár", sagði Petrov í tilkynningu frá Renault. Hann á möguleika á sæti hjá Renault á næsta ári, en hefur verið minntur á það að hann þurfi standa sig vel í lokamótunum, en gengi hans hefur verið skrykkjótt á köflum. Petrov byrjaði að keppa á þessu ári og mætir á jafnréttisgrundvelli í mótið í Suður Kóreu, þar sem engin ökumaður hefur ekið þá braut. "Það er erfitt að undirbúa sig sérstaklega fyrir mótið, þar sem brautin er glæný. Það er því lítið af upplýsingum á takteinum. Ég hef ekið í ökuhermi til að læra á brautina, en það að brautin er nú gæti auðveldað mér lífið eitthvað. Það þurfa allir að læra á brautina", sagði Petrov. "Það er best að labba brautina og sjá með eigin augum. Þá er gott að fara á reiðhjóli til að læra inn á hana. Svo þarf að skoða kanta og öryggissvæðin. Þetta hjálpar allt, en vitanlega læra menn mest á fyrstu æfingunni. Það er mikilvægt að kunna á brautina eftir fyrstu æfinguna. Brautin virðist erfið og þriðja tímatökusvæðið er verðugt viðfangsefni og flestar beygjur í öðrum og þriðja gír. Beygjur sjö og átta verða hraðar og þar eru þrír beinir kaflar þar sem mikilvægir að nýta búnað til að auka lofstreymið um bílinn vel. Brautin ætti að vera góð fyrir okkar bíl og möguleiki á framúrakstri." Petrov á eftir að keppa í þremur mótum á árinu og hann telur mikilvægt að gera ekki mistök um næstu helgi. "Ég reyni alltaf að stefna á tíu efstu sætin og það verður mitt markið um helgina. Við áttum möguleika á þessu á Suzuka brautinni, en ég verð að gæta þess að gera ekki mistök. Það verður mikilvægt á ná í stig og það verður mitt markmið í Kóreu", sagði Petrov. Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Rússinn Vitaly Petrov hjá Renault keppir í Suður Kóreu um næstu helgi, þar sem keppt verður í fyrsta skipti í Formúlu 1. Hann er líka spenntur fyrir mótinu í Rússlandi sem á að fara fram árið 2014, en tilkynnt var um mótið fyrir helgina. "Ég er mjög stoltur af því að mót verði í Rússlandi og það á eftir að gera Formúlu 1 enn vinsælli þar. Það eru nánast allir ökumenn með heimavöll og vonandi get ég upplifað samskonar tilfinningu eftir nokkur ár", sagði Petrov í tilkynningu frá Renault. Hann á möguleika á sæti hjá Renault á næsta ári, en hefur verið minntur á það að hann þurfi standa sig vel í lokamótunum, en gengi hans hefur verið skrykkjótt á köflum. Petrov byrjaði að keppa á þessu ári og mætir á jafnréttisgrundvelli í mótið í Suður Kóreu, þar sem engin ökumaður hefur ekið þá braut. "Það er erfitt að undirbúa sig sérstaklega fyrir mótið, þar sem brautin er glæný. Það er því lítið af upplýsingum á takteinum. Ég hef ekið í ökuhermi til að læra á brautina, en það að brautin er nú gæti auðveldað mér lífið eitthvað. Það þurfa allir að læra á brautina", sagði Petrov. "Það er best að labba brautina og sjá með eigin augum. Þá er gott að fara á reiðhjóli til að læra inn á hana. Svo þarf að skoða kanta og öryggissvæðin. Þetta hjálpar allt, en vitanlega læra menn mest á fyrstu æfingunni. Það er mikilvægt að kunna á brautina eftir fyrstu æfinguna. Brautin virðist erfið og þriðja tímatökusvæðið er verðugt viðfangsefni og flestar beygjur í öðrum og þriðja gír. Beygjur sjö og átta verða hraðar og þar eru þrír beinir kaflar þar sem mikilvægir að nýta búnað til að auka lofstreymið um bílinn vel. Brautin ætti að vera góð fyrir okkar bíl og möguleiki á framúrakstri." Petrov á eftir að keppa í þremur mótum á árinu og hann telur mikilvægt að gera ekki mistök um næstu helgi. "Ég reyni alltaf að stefna á tíu efstu sætin og það verður mitt markið um helgina. Við áttum möguleika á þessu á Suzuka brautinni, en ég verð að gæta þess að gera ekki mistök. Það verður mikilvægt á ná í stig og það verður mitt markmið í Kóreu", sagði Petrov.
Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira