Enski boltinn

Coyle mætti ekki á blaðamannafund

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Owen Coyle, knattspyrnustjóri Burnley, lét ekki sjá sig á blaðamannafundi eftir sigur Burnley á MK Dons í bikarnum í dag. Fjarvera Coyle gaf sögusögnum um að hann sé á leið til Bolton byr undir báða vængi.

Coyle er sagður vera efstur á óskalista Bolton yfir arftaka Gary Megson og Coyle hefur lítið tjáð sig síðan málið kom upp.

Aðstoðarmaður hans sagði eðlilega skýringu vera á fjarverunni. Hann hefði þurft að drífa sig í flug til Skotlands þar sem fjölskyldan beið hans.

Ef Coyle hefði þurft að mæta á fundinn þá hefði hann hugsanlega misst af fluginu sagði aðstoðarmaðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×