Lífið

Sigurrós hitti naglann á höfuðið með eldgosið

Mynd úr Sigurrósarmyndbandinu. Heilbrigðisyfirvöld á Íslandi og víða í Evrópu hvetja fólk til að nota öndunargrímur verði það vart við öskuagnir í loftinu.
Mynd úr Sigurrósarmyndbandinu. Heilbrigðisyfirvöld á Íslandi og víða í Evrópu hvetja fólk til að nota öndunargrímur verði það vart við öskuagnir í loftinu.
Eins undarlega og það hljómar þá er sýn hljómsveitarinnar Sigurrós á lífi á landi þar sem eldgos geysar ekki fjarri lagi þessa dagana.

Allir setja á sig öndunargrímur áður en þeir fara út úr húsi. Öskunni rignir og börnin leika sér í henni líkt og snjó. Heimsendalegur raunveruleiki sem jafnan hefur þótt órafjarri.

Nú líta íbúar Evrópu jafnt og Íslands til himins og lesa um hörmungar fyrri alda í kjölfar eldgosa líkt og í Eyjafjallajökli.





Orri Dýrason, leikstjórinn Floria og Georg Hólm voru í skýjunum þegar þau veittu verðlaununum viðtöku í Edinborg árið 2003.

Árið 2003 gerði Sigurrós þetta myndband við fyrsta lagið á svigaplötunni. Það var lengi ónefnt eins og öll lög plötunnar en fékk seinna nafnið Vaka. Ítalski leikstjórinn Floria Sigismondi stýrði myndbandinu sem vakti mikla athygli um allan heim.

Það var seinna valið besta myndband ársins á verðlaunahátíð MTV í Evrópu.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.