Innlent

WHO biður Evrópubúa að halda sig inni vegna öskufalls

Frá gosmekkinum í kvöld. Myndin er tekin frá  Fagrabakka í Fljótshlíð
Frá gosmekkinum í kvöld. Myndin er tekin frá Fagrabakka í Fljótshlíð Mynd Guðmundur Svavarsson

Talsmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) hefur hvatt Evrópubúa til þess að halda sig innandyra vegna öskufallsins sem berst þangað frá Eyjafjallajökli. Þetta kom fram á fréttasíðunni timesofindia.com.

Þar er haft eftir David Espstein að áhrif öskufallsins séu ókunn og því sé best fyrir almenning að halda sig innandyra.

Þá bendir hann á að það sé meiri hætta fyrir þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma eins og astma eða aðra lungnatengda sjúkdóma að anda að sér öskufallinu.

Þá hafa heilbrigðisyfirvöld í Skotlandi einnig varað íbúa landsins við hugsanlegri hættu á öskufallinu.

Bretar eru þó ekki sammála þessari greiningu og segja að það sé afar lítil hætta á því að rykið falli til jarðar og því sé ekki um sérstakt áhyggjuefni að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×