Tiger Woods langt frá því að komast í gegnum niðurskurðinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. maí 2010 11:30 Tiger Woods brosti ekki mikið á 18.holunni á degi tvö. Mynd/AP Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn í Quail Hollow mótinu á PGA-mótaröðinni og fær því ekki þátttökurétt á tveimur síðustu keppnisdögunum. Tiger lék á níu höggum yfir pari og var mjög langt frá því að ná niðurskurðinum sem var miðaður við eitt högg yfir par. Tiger hafði aðeins fimm sinnum áður mistekist að komast í gegnum niðurskurð á atvinnumannaferlinum en hann átti skelfilegan annan dag. Það má segja að leikur Tiger hafi hrunið á síðustu níu holunum þar sem að hann tapaði sjö höggum og lék holurnar níu á 43 höggum. Tiger lenti meðal annars í því að þríputta tvær holur í röð og fá skolla á þeim báðum, hann fékk líka þrjá skolla í röð og tvo skramba í röð. Tiger hafði ekki leikið verri hring síðan árið 2002. „Þetta fór bara svona," sagði Tiger Woods við blaðamenn eftir hringinn. „Hvað sem þetta var þá var þetta ekki nógu gott. Þú verður samt bara að skilja þetta eftir á vellinum. Þetta var slæmur dagur en sem betur fer er nýtt mót í næstu viku," sagði Tiger. Golf Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Körfubolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Guðlaugur Victor lagði upp mark Enski boltinn „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ Handbolti Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn í Quail Hollow mótinu á PGA-mótaröðinni og fær því ekki þátttökurétt á tveimur síðustu keppnisdögunum. Tiger lék á níu höggum yfir pari og var mjög langt frá því að ná niðurskurðinum sem var miðaður við eitt högg yfir par. Tiger hafði aðeins fimm sinnum áður mistekist að komast í gegnum niðurskurð á atvinnumannaferlinum en hann átti skelfilegan annan dag. Það má segja að leikur Tiger hafi hrunið á síðustu níu holunum þar sem að hann tapaði sjö höggum og lék holurnar níu á 43 höggum. Tiger lenti meðal annars í því að þríputta tvær holur í röð og fá skolla á þeim báðum, hann fékk líka þrjá skolla í röð og tvo skramba í röð. Tiger hafði ekki leikið verri hring síðan árið 2002. „Þetta fór bara svona," sagði Tiger Woods við blaðamenn eftir hringinn. „Hvað sem þetta var þá var þetta ekki nógu gott. Þú verður samt bara að skilja þetta eftir á vellinum. Þetta var slæmur dagur en sem betur fer er nýtt mót í næstu viku," sagði Tiger.
Golf Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Körfubolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Guðlaugur Victor lagði upp mark Enski boltinn „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ Handbolti Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira