Prófessor við HÍ fær Gad Rausings verðlaunin 7. mars 2010 18:18 Vésteinn Ólason. Vésteini Ólasyni, fyrrverandi prófessor við HÍ, verða veitt svokölluð Gad Rausings verðlaun 2010 fyrir framúrskarandi rannsóknarstörf á sviði hugvísinda. Verðlaunaféð er 800 þúsund sænskar krónur. Þetta er mikill heiður fyrir Véstein, íslenskt vísindasamfélag og þær stofnanir sem hann hefur starfað fyrir. Vésteinn hefur í rannsóknum sínum fengist mest við íslenskar fornbókmenntir og þjóðfræði, en hann hefur einnig stundað rannsóknir á bókmenntum síðari alda. Það er akademía sögulegra hugvísinda og fornfræði í Stokkhólmi (Kungl. Vitterhets Historie och Antikvitetsakademien) sem veitir verðlaunin. Vésteinn mun taka við þeim í Stokkhólmi hinn 19. mars næstkomandi. Verðlaunin sem Vésteinn hlýtur eru kennd við Gad Rausing, sem var sænskur iðnjöfur og jafnframt fræðimaður á sviði fornleifafræði og velgjörðamaður rannsóknarstarfa. Gad Rausing andaðist árið 2000, en verðlaunin hafa verið veitt fræðimanni á Norðurlöndum á hverju ári frá árinu 2003. Í rökstuðningi fyrir verðlaununum að þessu sinni segir að þau séu veitt fyrir framúrskarandi framlag til að endurnýja rannsóknir á íslenskum bókmenntum og fyrir störf að varðveislu og rannsóknum íslensks handritaarfs. Vésteinn Ólason er mag. art. í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands og hefur sömuleiðis doktorsgráðu frá sama háskóla. Hann hefur kennt íslensk fræði og bókmenntir við Háskóla Íslands, Kaupmannahafnarháskóla, Háskólann í Osló og Kaliforníuháskóla í Berkeley. Vésteinn starfaði síðast sem forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi. Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Vésteini Ólasyni, fyrrverandi prófessor við HÍ, verða veitt svokölluð Gad Rausings verðlaun 2010 fyrir framúrskarandi rannsóknarstörf á sviði hugvísinda. Verðlaunaféð er 800 þúsund sænskar krónur. Þetta er mikill heiður fyrir Véstein, íslenskt vísindasamfélag og þær stofnanir sem hann hefur starfað fyrir. Vésteinn hefur í rannsóknum sínum fengist mest við íslenskar fornbókmenntir og þjóðfræði, en hann hefur einnig stundað rannsóknir á bókmenntum síðari alda. Það er akademía sögulegra hugvísinda og fornfræði í Stokkhólmi (Kungl. Vitterhets Historie och Antikvitetsakademien) sem veitir verðlaunin. Vésteinn mun taka við þeim í Stokkhólmi hinn 19. mars næstkomandi. Verðlaunin sem Vésteinn hlýtur eru kennd við Gad Rausing, sem var sænskur iðnjöfur og jafnframt fræðimaður á sviði fornleifafræði og velgjörðamaður rannsóknarstarfa. Gad Rausing andaðist árið 2000, en verðlaunin hafa verið veitt fræðimanni á Norðurlöndum á hverju ári frá árinu 2003. Í rökstuðningi fyrir verðlaununum að þessu sinni segir að þau séu veitt fyrir framúrskarandi framlag til að endurnýja rannsóknir á íslenskum bókmenntum og fyrir störf að varðveislu og rannsóknum íslensks handritaarfs. Vésteinn Ólason er mag. art. í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands og hefur sömuleiðis doktorsgráðu frá sama háskóla. Hann hefur kennt íslensk fræði og bókmenntir við Háskóla Íslands, Kaupmannahafnarháskóla, Háskólann í Osló og Kaliforníuháskóla í Berkeley. Vésteinn starfaði síðast sem forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi.
Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira