„Við getum orðið stórfyrirtæki“ 10. júlí 2010 05:00 Björn Lárus Örvar „Við getum orðið stórfyrirtæki á íslenskan mælikvarða innan skamms tíma," segir Björn Lárus Örvar, framkvæmdastjóri ORF Líftækni. „Við erum að fara inn á lyfjaþróunarmarkaðinn. Þar erum við í viðræðum við indverska fjárfesta um að fara með okkur í stórt verkefni." ORF Líftækni hefur tvöfaldað fjölda starfsfólks frá hruni. Erlendir fagfjárfestar hafa gefið fyrirtækinu innspýtingu með nokkur hundruð milljóna króna framlagi. Fyrirtækið stefnir á stórfellda akuryrkju þar sem erfðabreytt bygg yrði ræktað til framleiðslu á líftæknivörum. Það eina sem stendur í veginum er úrskurður umhverfis-ráðherra um útiræktunarleyfi, sem Umhverfisstofnun veitti fyrirtækinu. Fyrirtækið framleiðir sérvirk prótein sem fyrirfinnast í mannslíkamanum. Til þessa er fræ byggplöntunnar nýtt sem verksmiðja. Próteinin nýtast til læknisrannsókna, lyfja- og snyrtivöruframleiðslu. Af þeim 130 próteinum sem fyrirtækið framleiðir eru 38 seld til útlanda. Eitt þeirra er selt hér á landi í húðdropum frá Sif Cosmetics, dótturfyrirtæki ORF. Heimsmarkaðurinn með próteinin, ef lyf eru undanskilin, er um einn milljarður Bandaríkjadala á ári, eða um 125 milljarðar króna. Markaðurinn fyrir eitt þeirra próteinlyfja sem þegar er komið á markað er hins vegar 625 milljarðar íslenskra króna á ári. Framleiðsla ORF tengist nýrri læknisfræði, svokallaðri vefjasmíði, þar sem próteinin eru nýtt við líffærasmíði. Þegar hefur verið búin til þvagblaðra. Einnig hjartalokur og vélinda. „Þessu má líkja við að hægt sé að smíða varahluti í menn," segir Björn. - shá Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Klakastykki mölbraut bílinn Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Sjá meira
„Við getum orðið stórfyrirtæki á íslenskan mælikvarða innan skamms tíma," segir Björn Lárus Örvar, framkvæmdastjóri ORF Líftækni. „Við erum að fara inn á lyfjaþróunarmarkaðinn. Þar erum við í viðræðum við indverska fjárfesta um að fara með okkur í stórt verkefni." ORF Líftækni hefur tvöfaldað fjölda starfsfólks frá hruni. Erlendir fagfjárfestar hafa gefið fyrirtækinu innspýtingu með nokkur hundruð milljóna króna framlagi. Fyrirtækið stefnir á stórfellda akuryrkju þar sem erfðabreytt bygg yrði ræktað til framleiðslu á líftæknivörum. Það eina sem stendur í veginum er úrskurður umhverfis-ráðherra um útiræktunarleyfi, sem Umhverfisstofnun veitti fyrirtækinu. Fyrirtækið framleiðir sérvirk prótein sem fyrirfinnast í mannslíkamanum. Til þessa er fræ byggplöntunnar nýtt sem verksmiðja. Próteinin nýtast til læknisrannsókna, lyfja- og snyrtivöruframleiðslu. Af þeim 130 próteinum sem fyrirtækið framleiðir eru 38 seld til útlanda. Eitt þeirra er selt hér á landi í húðdropum frá Sif Cosmetics, dótturfyrirtæki ORF. Heimsmarkaðurinn með próteinin, ef lyf eru undanskilin, er um einn milljarður Bandaríkjadala á ári, eða um 125 milljarðar króna. Markaðurinn fyrir eitt þeirra próteinlyfja sem þegar er komið á markað er hins vegar 625 milljarðar íslenskra króna á ári. Framleiðsla ORF tengist nýrri læknisfræði, svokallaðri vefjasmíði, þar sem próteinin eru nýtt við líffærasmíði. Þegar hefur verið búin til þvagblaðra. Einnig hjartalokur og vélinda. „Þessu má líkja við að hægt sé að smíða varahluti í menn," segir Björn. - shá
Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Klakastykki mölbraut bílinn Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Sjá meira