Lífið

Ekki fleiri smáskífur

Tónlistarmaðurinn knái ætlar að einbeita sér að hefðbundnum plötum á næstunni.
Tónlistarmaðurinn knái ætlar að einbeita sér að hefðbundnum plötum á næstunni.
Tónlistarmaðurinn Elton John ætlar að hætta að senda frá sér smáskífur og gefa þess í stað út hefðbundnar plötur. „Á áttunda, níunda og tíunda áratugnum sögðu plötufyrirtækin mér að búa til smáskífur. Ég held að ég hafi uppfyllt þær óskir,“ sagði hinn 63 ára Elton.

Nýjasta plata hans, The Union, kemur út í október. Samstarfsmaður hans var hinn marg-reyndi Leon Russell, sem er 68 ára. „Ég þarf ekki að búa til poppplötur lengur,“ sagði Elton. „Ég er hættur að einbeita mér að smáskífulistanum og ætla í staðinn að gera plötur sem hæfa mínum aldri.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.