Lífið

Úr vöðvabúnti í kryppling

Jón gunnar þórðarson
Eyþór Ingi var ekki nógu stæltur í hlutverk Rocky að mati Jóns Gunnars.
Jón gunnar þórðarson Eyþór Ingi var ekki nógu stæltur í hlutverk Rocky að mati Jóns Gunnars.
„Ég gæti ekki verið hamingjusamari með þessa skiptingu,“ segir tónlistarmaðurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Hann leikur krypplinginn Riff Raff í stað hins fullkomna karlmanns Rocky í söngleiknum Rocky Horror sem verður frumsýndur hjá Leikfélagi Akureyrar 10. september.

Eyþór Ingi var upphaflega ráðinn til að leika Rocky en þótti ekki henta í hlutverkið. „Ég var búinn að furða mig á því og grínast með að leikstjórinn væri greinilega ekki með á hreinu í hvaða formi ég væri. Þegar hann hefur loksins séð mig hefur honum fundist eitthvað bogið við þetta,“ segir Eyþór Ingi og bætir við að hann sé miklu frekar í krypplingaformi. „Ég er miklu sáttari við þetta hlutverk. Ég held að ég sé miklu meiri krypplingur en hinn fullkomni karlmaður. Þetta er líka meiri týpa og það eru skemmtilegri lög sem ég syng.“

Eyþór hefur legið yfir uppfærslum af Rocky Horror á hinum ýmsu tungumálum að undanförnu til að undirbúa sig fyrir nýja hlutverkið. „Ég ætla að leggja allt í þetta og gera þennan kryppling eins fullkominn og hinn fullkomni karlmaður ætti að vera.“

Jón Gunnar Þórðarson, leikstjóri verksins, fagnar þessu breytta hlutverki Eyþórs. „Söngröddin hans Riff Raffs er ótrúleg og þetta er flottur karakter. Þetta er stærra hlutverk sem hann fékk núna. Svo er það líka líkamsburðurinn. Hann er ekki alveg nógu stæltur í hlutverk Rocky. Við fáum vöðvabúnt í staðinn fyrir hann,“ segir hann og á þar við Hjalta Rúnar Jónsson. „Helsta vinnan hans er að lyfta þangað til við frumsýnum.“ - fb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.