Lífið

Holmes til Glee

Katie Holmes hefur tekið að sér að leika gestahlutverk í næstu seríu af Glee-sjónvarpsþáttunum. 
Fréttablaðið/wireimages
Katie Holmes hefur tekið að sér að leika gestahlutverk í næstu seríu af Glee-sjónvarpsþáttunum. Fréttablaðið/wireimages
Leikkonan Katie Holmes hefur nú staðfest að hún muni heiðra vinsælu þáttaröðina Glee með nærveru sinni í næstu seríu. Holmes, sem er hvað frægust fyrir að vera gift leikaranum Tom Cruise, mun leika gestahlutverk í fimm þáttum í þessaru sjónvarpsþáttaseríu sem sýndir eru á Stöð 2 hér á landi. Þættirnir eru með söngleikjasniði og mun leikkonan vera byrjuð að æfa sig af krafti til að geta látið ljós sitt skína í söng og dansi.

Vinsældir Glee hafa verið gríðarlegar í Bandaríkjunum og keppast stjörnurnar um að fá hlutverk. Þar á meðal hefur söngkonan Katy Perry beðið aðdáendur sína um að stofna Facebook-síðu til að koma henni í þáttinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.