Viðskipti erlent

Kreppa hjá Oprah, áhorfið á þáttinn í frjálsu falli

Kreppa ríkir nú hjá hinni þekktu sjónvarpskonu Oprah Winfrey. Í fyrsta sinn í 30 ára sögu hins vinsæla sjónvarpsþáttar hennar mælist áhorfið á þáttinn undir 3 milljónum einstaklinga.

Raunar horfðu aðeins 2,9 milljónir sjónvarpsáhorfenda á þátt Oprah í þarsíðustu viku og er það minnsta áhorf á þáttinn frá upphafi hans. Þegar áhorf á þátt Oprah var sem mest hér árum áður horfðu 42 milljónir manna á hana í viku hverri.

Talsmaður Oprah segir að þrátt fyrir að áhorfið hafi dalað talsvert yfir sumartímann er þátturinn samt vinsælasti spjallþátturinn í bandarísku sjónvarpi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×