Innlent

Besti flokkurinn með sjö fulltrúa

Besti flokkurinn fær sjö fulltrúa samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem gerð var fyrir Morgunblaðið
Besti flokkurinn fær sjö fulltrúa samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem gerð var fyrir Morgunblaðið
Besti flokkurinn fær 43 prósenta fylgi og sjö fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur samkvæmt skoðanakönnun Morgunblaðsins. Vantar því aðeins einn fulltrúa á hreinan meirihluta.

Sjáfstæðsiflokkurinn fær tæp 29 prósent og fimm fulltrúa, tapar tveimur, Samfylkingin 16,5% og tapar líka tveimur. Vinstri grænir fá rúm sex prósent og tapa einum, Framsóknarflokkurinn fjögur prósent og tapar sínum fulltrúa. Önnur farmboð fá mun minna.

Fylgi Besta flokksins er mest meðal yngstu kjósendanna. Könnunin var gerð 20 til 24. maí.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×