Lífið

Óvænt myndataka með Havnevik

Rebekka tók nokkar myndir af norsku söngkonunni á leiðinni upp á flugvöll.
Rebekka tók nokkar myndir af norsku söngkonunni á leiðinni upp á flugvöll. Mynd/Rebekka

Fréttablaðið fékk fregnir af því að norska söngkonan Kate Havnevik væri stödd á landinu og að ljósmyndarinn Rebekka Guðleifsdóttir hefði tekið af henni myndir.

„Við Kate kynntumst árið 2007 þegar hún var að hita upp fyrir Air í Laugardalshöll. Það vantaði ljósmyndara til að mynda hana og ég var kölluð til," segir Rebekka og segir að þær hafi náð vel saman og haldið sambandi síðan þá.

Hin norska Havnevik hefur gefið út margar plötur og sungið með norsku hljómsveitinni Röyksopp. Hún hefur unnið með sama upptökustjóra og Björk, Madonna og Britney Spears og lögin hennar hafa verið í sjónvarpsþáttum á borð Grey´s Anatomy.

Kate Havnevik séð með linsu Rebekku.
„Hún var í fríi hér á landi og við hittumst og tókum nokkrar myndir á leiðinni upp á flugvöll. Ég vona að hún muni kannski nota þær eitthvað í kynningar. Draumurinn væri náttúrulega að fá að taka af henni alvöru myndir sem ég gæti undirbúið vel og myndu jafnvel enda á plötuumslagi," segir Rebekka.

Havnevik hefur tengsl við land og þjóð en hún var gift leikaranum Gottskálki Degi Sigurðssyni í tíu ár og á marga vini og kunningja hér á landi. Hún mun hafa dvalið hér í fríi í síðustu viku en fyrsta plata hennar, Melakton, var að hluta tekin upp á Íslandi.

Rebekka er annars á fullu að undirbúa sýningu í haust fyrir netgalleríið thenevicaproject.com og er Rebekka þar á lista með frægum listamönnum á borð við Andy Warhol, Sally Mann og Chuck Close.

- áp








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.