Lífið

Furðulegur leki hjá Pearl Jam

Lagið Better Days lak óvænt á Netið í vikunni.
Lagið Better Days lak óvænt á Netið í vikunni.

Óútgefið Pearl Jam-lag, Better Days, lak á vefsíðu útgáfufyrirtækis hljómsveitarinnar í vikunni. Aðdáandi Pearl Jam var að skoða vefsíðu Monkeywrench Records, sem er í eigu Pearl Jam, og rakst fyrir tilviljun á lagið á vefsíðunni með skilaboðunum „Gary, Kelly vildi leyfa þér að heyra þetta. Hlustaðu endilega á lagið."

Talið er að Kelly sem um ræðir sé umboðsmaðurinn Kelly Curtis. Lagið var á síðunni þangað til fréttir fóru að berast af lekanum, en þá var vefsíðunni lokað tímabundið. Það var um seinan, því lagið hefur farið eins og eldur í sinu um netheima. Hægt er að hlusta á það hér á tónlistarblogginu Antiquiet.

Pearl Jam gaf síðast út plötuna Backspacer í fyrra, en óvíst er hvenær ný plata kemur frá hljómsveitinni. Tónleikaferð um Evrópu er á dagskrá Pearl Jam í sumar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.