Lífið

Arnar leikur Lér konung

Arnar Jónsson setur sig í konunglegar stellingar.
Arnar Jónsson setur sig í konunglegar stellingar.

Arnar Jónsson fer með aðalhlutverkið í uppfærslu Þjóðleikhússins á Shakespeare-leikritinu Lér konungur.

Í öðrum stórum hlutverkum eru Margrét Vilhjálmsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Álfrún Örnófsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Pálmi Gestsson, Eggert Þorleifsson, Atli Rafn Sigurðarson, Stefán Hallur Stefánsson og Ólafur Darri Ólafsson.

33 ár eru liðin síðan Þjóðleikhúsið setti leikritið síðast upp. Þá fór Rúrik Haraldssson með þetta vandasama hlutverk. Borgarleikhúsið setti verkið upp um síðustu aldamót og þá fór Pétur Einarsson með titilhlutverkið.

Leikstjóri Lér konungs verður Benedict Andrews, sem er einn af færustu leikstjórum Ástrala og hefur unnið með Hollywood-leikkonunni Kate Blanchett.

Margrét Bjarnadóttir.

Þykir það mikill fengur fyrir Þjóðleikhúsið að hafa fengið hann til starfa. Eflaust spilar það inn í að kærastan hans er íslensk, eða danshöfundurinn Margrét Bjarnadóttir.






Tengdar fréttir

Þórarinn spreytir sig á Shakespeare

Rithöfundurinn Þórarinn Eldjárn er að þýða Shakespeare-verkið Lér konungur sem verður jólasýning Þjóðleikhússins. Þetta er í fyrsta sinn sem hann spreytir sig á Shakespeare.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.