Lífið

Api spilar með P. Diddy

Matt sést hér fyrir aftan söngvarann Alex í Arctic Monkeys.
Matt sést hér fyrir aftan söngvarann Alex í Arctic Monkeys.

Matt Helders, trommari bresku hljómsveitarinnar Arctic Monkeys, lék með hljómsveit rapparans P. Diddy í sjónvarpsþætti sem var sendur út í gær. Eins furðulega og það hljómar, þá heitir hljómsveit P. Diddy Dirty Monkey, þannig að Matt hefur spilað með tveimur apahljómsveitum á skömmum tíma.

Matt lék undir í laginu Hell Good Morning sem kemur út á mánudaginn. Lagið var flutt í spjallþætti Jonathans Ross, en þátturinn var tekinn upp í vikunni. Eftir upptökurnar fóru Matt og Diddy út á lífið og sátu að sumbli á barnum Whisky Mist í London.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.