Formúla 1

Yfirmenn Ferrari kallaðir á fund dómara eftir sigur á Hockenheim

Mynd: Getty Images

Dómarar FIA kölluðu yfirmenn Ferrari á sinn fund eftir keppnina á Hockenheim, en mikil umræða er um að Ferrari hafi beitt liðsskipun svo Fernando Alonso ynni mótið í stað Felipe Massa. Slíkt er bannað í Formúlu 1 og skiptar skoðanir um þá reglu.

Massa fékk skilaboð um að Alonso væri hraðskreiðari í brautinni sem heyrðust í útsendingunni í sjónvarpi og skömmu síðar fór Alonso framúr. Hann var í betri stigastöðu fyrir mótið, sem ýtir undir þá hugmyndir að Ferrari hafi stjórnað gangi mál svo hann fengi fleiri stig úr mótinu.

Bæði Alonso og Massa sögðu eftir mótið að Ferrari ynnu sem liðsheild og tjáðu sig lítt um atvikið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×