Enski boltinn

Stjóri Reading: Vissi að Gylfi væri rétti maðurinn til að taka vítið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson sést hér skora úr vítinu í gær.
Gylfi Þór Sigurðsson sést hér skora úr vítinu í gær. Mynd/AFP

Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Reading framlengingu í bikarsigrinum á Liverpool í gær með því að skora jöfnunarmarkið í uppbótartíma. Gylfi Þór skoraði af miklu öryggi úr vítaspyrnunni og Brynjar Björn Gunnarsson lagði síðan upp sigurmarkið í framlengingunni.

„Ég vissi að Gylfi væri rétti maðurinn til að taka vítið," sagði Brian McDermott, stjóri Reading. Gylfi mætti ískaldur á puntkinn, beið eftir að Diego Cavalieri, markvörður Liverpool, steig til vinstri og setti síðan boltann í hitt hornið, út við stöng.

McDermott hrósaði líka öðrum íslenskum leikmanni því Brynjar Björn Gunnarsson fíflaði þrjá varnarmenn Livepool áður en hann lagði upp sigurmark Shane Long.

„Brynjar var stórkostlegur í þessum leik og hann er algjör fagmaður í boltanum," sagði McDermott.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×