Lífið

Balti frumsýnir Inhale í lok ágúst

Diane Kruger fær fyrst manna að sjá Inhale á heimaslóðum sínum.
Diane Kruger fær fyrst manna að sjá Inhale á heimaslóðum sínum.

Fyrsti sýningardagurinn á Hollywood-kvikmynd Baltasars Kormáks, Inhale, er kunngjörður á kvikmyndavefsíðunni imdb.com. Vefsíðan hefur reyndar ekki alltaf haft rétt fyrir sér hvað frumsýningu á þessari mynd varðar en ef marka má hana núna verður Inhale frumsýnd 27. ágúst í Þýskalandi.

Það er skemmtileg tilviljun því aðalleikkona myndarinnar er einmitt þýsk, Diane Kruger.

Meðal annarra leikara í myndinni má nefna Rosanna Arquette, Sam Shepard og Dermot Mulroney.- jma








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.