Viðskipti innlent

Tekjur ríkustu fjölskyldnanna dragast saman

Tekjur tekjuhæstu fjölskyldna landsins hafa dregist saman um rúman helming frá árinu 2007, en þær eru enn næstum tvöfallt hærri en þær voru árið 2000.

Í fréttabréfi Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands er farið yfir tekjur 100 tekjuhæstu einstaklinga landsins og er stuðst við samantekt tímaritsins Frjálsrar verslunar, nokkuð mörg ár aftur í tímann.

Sjá má að þeir tekjuhæstu á árunum 2000 til 2002 voru með um tvær og hálfa og þrjár milljónir króna í mánaðartekjur. Tekjurnar voru svo komnar upp í rúmar 11 milljónir árið 2007. Í fyrra námu þessar tekjur hins vegar rúmlega fimm milljónum.

Hækkunin hjá þeim sem mest fengu í launaumslagið á uppgangsárunum hefur því að mestu leyti gengið til baka. Tekjur hinna launahæstu eru hins vegar enn á pari við það sem þær voru árin 2002 til 2004.

Bent er á að ekki litið til fjármagnstekna fólks við útreikningana. Enn fremur að hinir tekjuhæstu í samfélaginu séu alla jafna með miklar fjármagnstekjur, en ekki sé gerð grein fyrir þeim í Frjálsri verslun.

Þjóðmálastofnun bendir á að árið 2007 hafi 600 tekjuhæstu fjölskyldur landsins, um eitt prósent landsmanna, að jafnaði haft átján milljónir króna í mánaðartekjur. Þá eru taldar með atvinnutekjur, fjármagnstekjur og lífeyristekjur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×