Enski boltinn

Ekkert bakslag hjá Gerrard

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, segir ekkert vera hæft í þeim sögusögnum að það hafi komið bakslag í bata Steven Gerrard. Leikmaðurinn hefur ekkert spilað síðan hann meiddist í landsleik um miðjan síðasta mánuð.

Hermt var að Gerrard hefði meiðst aftur á æfingu í vikunni. Það var ekkert alvarlegt og það er enn í myndinni að hann spili með Liverpool um næstu helgi.

"Það er ekkert vandamál með Steven. Honum fannst eitthvað hafa gerst en þetta var ekkert alvarlegt. Hann mætti strax aftur á æfingu og fann ekki fyrir neinu. Þetta verður ekkert mál," sagði Hodgson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×