Button: Vonbrigði að falla úr titilslagnum 11. nóvember 2010 09:07 Jenson Button umvafinn fréttamönnum í Brasilíu. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Jenson Button er fráfarandi heimsmeistari í Formúlu 1 og verður að sjá á eftir titilinum í Abu Dhabi um næstu helgi, þar sem fjórir keppinauta hans munu takast á um titilinn. Möguleikar Buttons voru endanlega úr sögunni eftir keppnina í Brasilíu á sunnudaginn. "Vitanlega eru vonbrigði að vera dottinn út úr baráttunni um titilinn. En ég var ánægður með það sem ég var að gera í Brasilíu, en keppnin var skemmtileg. Ég hlakka til að standa mig vel á ný um helgina", sagði Button í tilkynningu frá McLaren á f1.com. "Það gekk vel í Abu Dhabi í fyrra og álagið af titilslagnum er af herðum mér. Ég get því ekið af kappi. Ég var í slag við Mark Webber fram á síðasta hring í fyrra og naut þess vel. Komst á verðlaunapallinn. Vonast eftir sambærilegum úrslitum í ár." "Það sem er mikilvægast er að þetta verður síðasta keppnin með rásnúmer 1 á bílnum. Allavega í ár. Það hefur verið heiður og forréttindi að vera með þetta rásnúmer og ég ætla skila því með sóma í mótinu með góðum árangri. Ég hlakka til mótsins og vonandi verður stórfengleg niðurstaða í titilslagnum", sagði Button. Liðsfélagi hans Lewis Hamilton á möguleika á titlinum, en keppinautar hans um titilinn eru Fernando Alonso, Mark Webber og Sebastian Vettel. Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Jenson Button er fráfarandi heimsmeistari í Formúlu 1 og verður að sjá á eftir titilinum í Abu Dhabi um næstu helgi, þar sem fjórir keppinauta hans munu takast á um titilinn. Möguleikar Buttons voru endanlega úr sögunni eftir keppnina í Brasilíu á sunnudaginn. "Vitanlega eru vonbrigði að vera dottinn út úr baráttunni um titilinn. En ég var ánægður með það sem ég var að gera í Brasilíu, en keppnin var skemmtileg. Ég hlakka til að standa mig vel á ný um helgina", sagði Button í tilkynningu frá McLaren á f1.com. "Það gekk vel í Abu Dhabi í fyrra og álagið af titilslagnum er af herðum mér. Ég get því ekið af kappi. Ég var í slag við Mark Webber fram á síðasta hring í fyrra og naut þess vel. Komst á verðlaunapallinn. Vonast eftir sambærilegum úrslitum í ár." "Það sem er mikilvægast er að þetta verður síðasta keppnin með rásnúmer 1 á bílnum. Allavega í ár. Það hefur verið heiður og forréttindi að vera með þetta rásnúmer og ég ætla skila því með sóma í mótinu með góðum árangri. Ég hlakka til mótsins og vonandi verður stórfengleg niðurstaða í titilslagnum", sagði Button. Liðsfélagi hans Lewis Hamilton á möguleika á titlinum, en keppinautar hans um titilinn eru Fernando Alonso, Mark Webber og Sebastian Vettel.
Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira